Gengi hlutabréfa Össurar féll um 2,17% í Kauphöllinni í dag. Þetta var jafnframt mesta gengislækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa Icelandair, sem lækkaði um 1,27%, og fasteignafélagsins Regins, sem lækkaði um 0,47%. Gengi beggja félaga var í hæstu hæðum í lok viðskiptadagsins í gær.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Haga-samstæðunnar um 1,43%. Gengið endaði í 21,13 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra í lok dags. Hlutabréf Haga voru skráð á markað um miðjan desember á síðasta ári.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59% og endaði hún í 981,96 stigum.