Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll um 2,33% í fremur litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag upp á tæpar 600 þúsund krónur. Þá lækkaði bengi bréfa Haga um 1,08%.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði á sama tíma um 1,21% og bréf Marel um 0,99%.

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hreyfðist ekkert frá útboðsgengi í aðdraganda skráningar og stendur það í 8,2 krónum á hlut. Velta með hlutabréfin var engu að síður ágæt, tæpar 39 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% og endaði hún í 1.053 stigum. Veltan í Kauphöllinni var frekar lítil nú þegar taka fer að halla á seinni hluta ársins, rétt rúm 91 milljón króna.