Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,21% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréfin nam 87 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins hafði áður lækkað nokkuð jafnt og þétt um tæp 4,4% síðan í byrjun mánaðar áður en það tók sveig upp á við.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,89%, Tryggingamiðstöðvarinnar um 0,84%, Marel um 78% og Vodafone um 0,76%. Þá hækkaði gengi bréfa bæði Icelandair Group og VÍS um 0,65%.

Gengi bréfa Haga lækkaði um 0,3% á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,58% og endaði hún í 1.148 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam 641,5 milljónum króna. Mesta veltan var með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 143 milljónir króna. Á sama tíma var velta upp á meira en hundrað milljónir króna með hlutabréf VÍS, Haga og TM.