Úrvalsvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,17% í dag og endaði í 1.763,21 stigum. Frá áramótum hefur hún hækkað um 34,50%. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,16% en hún hefur hækkað um 10,58% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa Símans hækkaði mest á markaði í dag eða um 4,57% og námu viðskipti bréfanna rúmum 980 milljónum króna. Einnig hækkuðu bréf Marels um 0,93% og Sjóvá um 0,76%. Reginn, Eik og HB Grandi lækkuðu öll lítillega eða um 0,54%, 0,38% og 0,35%.

Veltan á hlutabréfamarkaði nam rúmum 2,5 milljörðum króna og viðskipti með skuldabréf námu um 8,9 milljörðum króna