Tilkynnt var um samþykki stjórna Kaupþings og SPRON í dag fyrir samruna félaganna. Bæði fyrirtækin eru stórir hluthafar í Existu, sem er síðan langstærsti hluthafi Kaupþings. Það er því ljóst að væntanlegur samruni snertir öll fyrirtækin með beinum hætti.

Gengi allra hefur lækkað talsvert frá því að tilkynnt var að Kaupþing hefði opinberlega óskað eftir viðræðum við stjórn SPRON um samruna. Gengi Existu hefur þó lækkað mest, eða um tæp 40%. Þegar SPRON var fyrst skráð á markað var gengi félagins 18,9 krónur á hlut, en sem kunnugt er töldu margir það verð ofmeta virði félagsins.

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, sagði þá í samtali við Viðskiptablaðið, að eðlilegrar verðmyndunar væri vænst á markaði eftir skráninguna. Að sama skapi átti ekkert hlutafjárútboð sér stað, en þegar félög eru skráð með þeim hætti þarf yfi rleitt nokkra daga til að ná jafnvægi. Sé þó miðað við gengi SPRON eftir fyrsta dag viðskipta með félagið var markaðsvirðið ríflega 83 milljarðar króna.

Þess má geta að samkvæmt óháðu verðmati Capacent fyrir skráningu var SPRON 60 milljarða virði.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnumfrá kl. 21:00 í kvöld. .Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .