*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Innlent 20. ágúst 2019 17:02

Gengi bréfa Sýnar snarfellur

Gengi hlutabréfa í Sýn lækkaði um 8,32% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Sendu frá sér afkomuviðvörun fyrr í dag.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðar Kauphallarinnar lækkaði um 0,26% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta nam 2,6 milljörðum króna. 

Gengi hlutabréfa Sýn lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 8,32% í 126 milljóna króna viðskiptum en fyrr í dag sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun. Eik fasteignafélag lækkaði næst mest eða um 2,08% í 260 milljóna króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa HB Granda hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,13% í 425 milljóna króna viðskiptum. Icelandair hækkaði næst mest eða um 1,43% í 84 milljóna króna viðskiptum.