Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,05% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.802,18 stigum. Gengi bréfa TM hækkaði um 4,67%, en í morgun bárust fréttir af því að óskráðar eignir félagsins hefðu verið endurmetnar til hækkunar um 1.000 - 1.200 milljónir króna. Gengi bréfa N1 hækkaði um 2,52% og HB Granda um 1,72%.

Gengi bréfa Össurar lækkaði um 2,22% í afar litlum viðskiptum, en ekkert annað félag lækkaði í verði í dag. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rétt tæpum 2,7 milljörðum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 4,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 1,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 3,4 milljarða króna viðskiptum.