Gengi hlutabréfa TM hækkaði um 2,16% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Össurar um 2,08% og Vodafone um 2,06%. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,45%, Haga um 1,06% og fasteignafélagsins Regins um 0,41%.

Engin gengislækkun var á hlutabréfamarkaði í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,73% í dag og endaði hún í 1.266 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam tæpum 1,4 milljörðum króna. Mesta veltan var sem fyrr með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 646 milljónir króna. Þar á eftir komu bréf Haga með 218 milljóna króna veltu og Vodafone með veltu upp á 195 milljónir.