Gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur lækkað um 3,94% þegar þetta er skrifað í 61 milljón króna viðskiptum þegar þetta er ritað. Kaupgengi bréfa félagsins er nú 31,70 krónur.

Í gær sendi TM frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kom að fram kom að hagnaður félagsins yrði helmingi minni en gert var ráð fyrir á öðrum ársfjórðungi. Þar kom enn fremur fram að tjónakostnaður félagsins verði mun hærri en spáð hafði verið. Tryggingafélagið VÍS sendi sömuleiðis frá sér afkomutilkynningu nýverið, en þar kom fram að tímabilið hjá þeim yrði óvenju tjónalétt.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,91% í dag. Gengi hlutabréfa Marels hefur hækkað um 1,88% í 300 milljón króna viðskiptum þegar þetta er ritað og hefur gengi hlutabréfa Icelandair einnig hækkað, eða um 1,56% í 228 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga hefur lækkað um 0,51% í tæplega 50 milljón króna viðskiptum.