*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 9. október 2014 16:48

Gengi bréfa VÍS hækkaði um 1,97%

Velta í kauphöll nam í dag 225 milljónum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,27%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði u8m 0,27% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.169,03 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hins vegar lækkað um 7,19%.

Gengi bréfa VÍS hækkaði um 1,97% í viðskiptum dagsins í dag og gengi bréfa TM hækkaði um 1,26%. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,87%. Gengi tveggja félaga lækkaði í dag, Marels um 0,47% og N1 um 0,26%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 225 milljónum króna í dag og var hún öll á Aðalmarkaði kauphallarinnar.