Gengi hlutabréfa í VÍS lækkaði mest í Kauphöllinni í dag, eða um 1,90%, í 28 milljóna króna viðskiptum. Talsvert var um lækkanir á hlutabréfamarkaði í dag en auk VÍS þá lækkuðu bréf Marel um 1,85%, Össurar um 1,52% og TM um 1,44%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Granda um 0,83% og í Icelandair Group um 0,81% í 408 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan veiktist um 0,26% og endaði í 1.152,49 stigum.  Heildarvelta með hlutabréf í dag nam rúmum 780 milljónum króna.