Gengi hlutabréfa VÍS féll um 7,77% í Kauphöllinni í dag í veltu upp á 34 milljónir króna. Gengi hlutabréfa félagsins stendur í 9,85 krónum á hlut. Það er á svipuðum slóðum og það var á í kringum skráningu á markað. Í gær var arðsákvörðunardagur sem þýddi að skráðir hluthafar VÍS fá greidda í apríl samtals 1.831 milljónum króna.

Með gengisfallinu í dag hefur gengi bréfa VÍS fallið um 8,71% frá áramótum.

Í hlutafjárútboði með bréf VÍS í aðdraganda skráningar á markað í fyrra seldi Klakki 70% hlut í félaginu á genginu 7,95 til 9,2 krónur á hlut.