Gengi hlutabréfa VÍS um 2,44% í veltu upp á 184 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta velta dagsins auk þess sem bréf félagsins hækkuðu mest í verði.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,81% í 183 milljóna króna veltu. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,81% eftir nokkra lækkun í vikunni í kjölfar húsleitar á vegum Samkeppniseftirlitsins á þriðjudag. Að hækkun dagsins meðtalinni hefur gengi bréfanna lækkað um 1,3% frá því húsleitin var gerð.

Minnsta hækkun var á gengi bréfa Marel eða upp á 0,38%

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,74%, Vodafone fór niður um 1% og bréf fasteignafélagsins Regins um 0,94%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,11% og endaði í 1.133 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam 778,5 milljónum króna.