*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Erlent 17. desember 2011 14:11

Gengi bréfa Zynga féll á fyrsta degi

Bréfin hækkuðu í 11,5 dali á hlut en enduðu daginn í 9,5 dölum eða 50 sentum undir útboðsgengi.

Ritstjórn

Gengi bréfa Zynga féll á fyrsta degi Bréfin hækkuðu í 11,5 dali á hlut en enduðu daginn í 9,5 dölum eða 50 sentum undir útboðsgengi. Bréf bandarískja tölveikjaframleiðandans Zynga, sem framleiðir m.a. Facebook-leikinn vinsæla FarmVille auk leikjanna City Ville og Mafia Wars, voru tekin til viðskipta á Nasdaq í gær en fyrirtækið aflaðai sér meira en eins milljarð dala í frumhlutafjárútboði í vikunni. Það er hæsta upphæð sem netfyrirtæki hefur náð í frá því Google fór á markað árið 2004.

Gengi bréf Zynga hækkaði hratt í fyrstu viðskiptum og fór hæst í 11,5 dali á hlut en mjög fljótlega tók gengið að lækka og var komið í níu dali á hlut seinnipartinn en endaði síðan í 9,5 dölum.

Stikkorð: FarmVille Zynga