Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Warren Buffett, hefur staðfest kaup á fyrirtækinu Precision Castparts Corp (PCC) fyrir 37,2 milljarða dali. Í kjölfarið hækkaði gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 19% á bandarískum markaði. BBC News greinir frá þessu.

Precisi­on Cast­parts fram­leiðir búnað fyr­ir flug-, olíu- og gasiðnað og var markaðsvirði þess um  26,7 millj­arðar dala fyrir viðskiptin, en ætla má að það sé nú orðið öllu hærra.

Um er að ræða stærsta samning sem Buffett hefur gert á ferlinum, en fjárhæðin jafngildir tæpum 5.000 milljörðum íslenskra króna. Berkshire Hathaway átti fyrir um 3% í fyrirtækinu.