CCP hefur lengi verið með kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn, enda hefur það verið stefna fyrirtækisins að starfsmenn eigi að geta eignast í félaginu og þar með samsamað sig betur fyrirtækinu og hagsmunum þess. Útistandandi kaupréttir í árslok 2011 námu 1.123.919, en hlutafé CCP er að nafnvirði 9.297.938 krónur. Undanfarin ár hafa starfsmenn þó ekki innleyst nema lítinn hluta af þeim kaupréttum sem þeir hafa haft. Árið 2009 innleystu þeir 15.842 hluti á meðalgenginu 5,41 dal á hlut, árið 2010 voru það 21.445 hlutir á meðalgenginu 5,18 dalir á hlut og í fyrra innleystu starfsmenn 4.617 hluti á meðalgenginu 11,4 dali á hlut.

Innleystir hlutir undanfarin þrjú ár nema alls um 0,45% af heildarhlutafé CCP. Eitthvað hefur verið um að starfsmenn hafi svo selt eigin bréf. Kaupgengi í þessum viðskiptum hefur verið mismunandi eftir atvikum. Hefur gengið hlaupið á bilinu 16 til 22 dalir á hlut en algengt verð hefur verið á bilinu 18 til 20 dalir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.