Gengi bréfa svissneska bankans Credit Suisse hefur aldrei verið lægra en í morgun þegar það fór niður í 2,97 franka á hlut.

Gengið stendur nú í 3,04 frönkum og hefur lækkað um 8,2% frá opnun markaða í dag. Þá hefur gengið lækkað um 65% frá áramótum.

Bankinn tapaði 4 milljörðum franka á þriðja ársfjórðungi og var afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins neikvæð um 1,2 milljarða franka. Bankinn hefur gefið það út að hann ætli að fækka starfsgildum um 43-52 þúsund á næstu þremur árum, þar af um 2.700 fyrir lok árs.

Þá hyggst bankinn sækja 4 milljarða franka með hlutafjáraukningu frá Saudi National Bank, stærsta viðskiptabanka Sádi-Arabíu.

Auk þess hefur bankinn samþykkt að selja hluta af einingu sinni sem selur fjármálaafurðir til fjármálafyrirtækjanna Pimco og Apollo.