Félagið Shoe Studio Group, sem að hluta til er í eigu Baugs og KB banka, hefur gengið frá kaupum á breska félaginu Rubicon. Kaupverð Rubicon, sem meðal annars á tískuverslanirnar Principles og Warewouse, er 140 milljón punda eða sem nemur 16,3 mö.kr. Í byrjun nóvember á síðasta ári var fjallað um möguleg kaup SSG á Rubicon í Vegvísi Landsbankans og var þá haft eftir breska blaðinu The Daily Telegraph að kaupverðið yrði 170 milljónir punda.

Kaupverðið er því lægra en reiknað hafði verið með en þrátt fyrir það telja sérfræðingar það vera sanngjarnt. Kaupin verða að fullu fjármögnuð með lánum frá KB banka en eins og fram kom að ofan á bankinn einnig hlut í SSG.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.