Nýlega var gengið frá kaupum þýsk-íslenska fyrirtækisins  WBS (Wireless Broadband System) á eMax ehf.  WBS er mjög öflugur þjónustuaðili í Evrópu og hyggst bjóða upp á nýjungar í þjónustu hér á landi.

WBS setti upp síðastliðið haust fyrst allra, öflugt WIMAX-kerfi í sumarhúsahverfin í Grimsnesi og í Grafningi. Með kaupunum opnast miklir möguleikar til að bjóða viðskiptavinum eMax upp á aukna og betri þjónustu á næstu misserum segir í frétt á heimasíðu eMax. Þannig er ætlunin að bjóða uppá öflugra og öruggara netsamband eftir þessa breytingu, ásamt möguleika á samþættri þjónustu á sviði síma, sjónvarps ásamt annarri áhugaverðri þjónustu.

Hákon Óli Guðmundsson er framkvæmdastjóri eMax.