Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 0,72% í 127 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag og endaði gengi bréfanna í 21 krónu á hlut. Það hefur aldrei verið hærra. Gengið hefur nú hækkað um rúm 55% síðan hlutabréfin voru skráð á markað um miðjan desember í fyrra.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,10% og endaði gengi þeirra í 10,16 krónum á hlut.

Á móti lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,07% og endaði gengið í 7,41 krónu á hlut. Félagið skilaði uppgjöri í gær og var það í takt við væntingar.

Engar aðrar breytingar voru á hlutabréfamarkaði.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,07% og endaði vísitalan í 971,73 stigum.