Markaðsvirði Haga hefur lækkað um 2,6 milljarða það sem af er viðskiptum í morgun en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær hefur hagnaður félagsins nálega helmingast síðan Costco opnaði í Garðabænum.

Þegar þetta er skrifað hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 6,40% í 429 milljóna króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 33,80 krónur meðan söluverðið er 34,20 krónur, miðgildið er því 34,00 krónur.