Gengi Haga hefur lækkað um 3,95% í 248 milljóna króna veltu í Kauphöllinni það sem af er degi, en fyrirtækið birti tilkynningu nú í morgun um að verkföll og kostnaðarauki vegna kjarasamninga myndi hafa neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs fyrirtækisins sem lauk í lok maímánaðar.

Í tilkynningunni sagði að gera mætti ráð fyrir að hagnaður fyrsta ársfjórðung yrði um 15% lægri en á síðasta ári. „Verkfallsaðgerðir undanfarnar vikur, sem sumar hverjar standa enn, hafa haft neikvæð áhrif á rekstur Haga. Vöruskortur á mikilvægum vöruflokkum, eins og kjúklingi, svínakjöti, nautakjöti og fleirum, hefur haft nokkur áhrif á rekstur félagsins á tímabilinu,“ segir í tilkynningunni.