Gengi hlutabréfa í Högum hækkaði um 0,8% í viðskiptum upp á rúma 71 milljón krónur í dag og stendur það nú í 18,8 krónum á hlut. Gengið hefur aldrei verið hátt. Það hefur nú hækkað um rétt tæp 40% frá almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað um miðjan desember í fyrra.

Þá hækkaði gengi bréfa Marel í dag um 90,68% og Icelandair Group um 0,65%.

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði hins vegar um 0,74% í tiltölulega litlum viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,13% í dag og endaði hún í 1.033 stigum.

Nasdaq - Hagar
Nasdaq - Hagar
© BIG (VB MYND/BIG)
Finnur Árnason, forstjóri Haga, flytur tölu þegar fyrirtækið var skráð á markað í desember í fyrra.