Gengi hlutabréfa í HB Granda hefur hækkað um 6,25% í 156 milljóna króna veltu í Kauphöllinni það sem af er degi. Þá hefur gengi bréfa N1 hækkað um 4,01% í 235 milljóna króna veltu.

Félögin kynntu bæði uppgjör sín fyrir fyrsta ársfjórðung eftir lokun markaða í gær og ljóst að markaðurinn tekur vel í rekstrartölur fyrirtækjanna.

HB Grandi hagnaðist um 2,1 milljarð króna á tímabilinu sem er 150% hækkun á milli ára. Þá hagnaðist N1 um 110 milljónir króna á fjórðungnum, en á sama tíma í fyrra tapaði fyrirtækið 86 milljónum.