Norska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 2,93% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 640,4 stigum, en hún hefur aldrei verið hærri. Áður hafði hún hæst farið í 633 stig sem gerðist síðasta sumar.

Hækkunin er fyrst og fremst rakin til mikillar hækkunar olíuverðs, en síðan markaðir lokuðu á fimmtudag hefur verð á olíutunnu hækkað um nær 4%.

Gengi hlutabréfa Seadrill hefur hækkað um 11,32% í viðskiptum dagsins og hlutabréf Statoil hafa hækkað í verði sem nemur 4,86%.

Nánari upplýsingar um hlutabréfaverð í Noregi má nálgast á vefsíðu Oslo Børs .