Hlutabréf Apple hafa tekið mikinn kipp á síðustu misserum. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað um 25% það sem af er þessu ári að því er kemur fram í frétt CNN Money um málið.

Markaðsvirði Apple er nú 750 milljarðar dollara sem þýðir að markaðsvirði félagsins sé 160 milljörðum meira en markaðsvirði Alphabet, móðurfélags Google, en markaðsvirði þess er 590 milljarðar dollara.

Því virðist sem að Wall Street bíði í ofvæni eftir nýjustu útgáfu iPhone símans, sem mun líklega bera nafnið iPhone 8.

Fyrirtækið hefur lagt sig fram við það að auka fjölbreytni í tekjuöflun, en eins og sakir standa stendur iPhone síminn undir um það bil 70% af sölutekjum Apple.