Gengi hlutabréfa Apple hefur tekið sprettinn eftir að fyrirtækið birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs í gærkvöldi. Það hafði fallið um tæp 8% frá því á miðvikudag í síðustu viku. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði farið yfir 600 dali á hlut og greindi fréttastofa CNBC frá því í gær að gengisfallið skýrast af því að fjárfestar hafi verið að innleysa hagnað. Aðrir miðlar sögðu gengið orðið hátt og þurfi það ekki að lækka mikið svo menn fari að tapa fjármunum.

Hagnaður Apple nam 11,6 milljörðum dala sem var tvöfalt meira en ári fyrr.

Gengi hefur nú hækkað um 9,5% og stendur það í 613 dölum á hlut. Ekki er búið að opna hlutabréfamarkaði vestanhafs.