Gengi hlutabréfa bandaríska hátæknirisans Apple rauk upp um 7,3% eftir að uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung var kynnt vestanhafs síðdegis í gær. Gengið stendur nú í 451,08 dölum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Markaðsverðmæti Apple nemur nú tæpum 392 milljörðum dala. Haldist hlutabréfaverðið við upphaf viðskiptadags vestanhafs í dag fer það yfir 420 milljarðana.

Uppgjör Apple þykist nokkuð gott, hagnaðurinn sem jókst um 118% á milli ára og var talsvert yfir væntingum, nam 13 milljörðum dala, rúmum 1.600 milljörðum króna sem jafnast á við eina íslenska landsframleiðslu á ári. Annað eins hefur aldrei sést í bókum Apple.