Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,58% á nýliðinu ári. Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordic hrundi um rétt tæp 43% á árinu. Gengi annarra félaga lækkaði minna. Á sama tíma rauk gengi hlutabréfa Icelandair Group upp um 59,68% ogo Marel um 25,5%.

Önnur félög sem lækkuðu í verði á hlutabréfamarkaði voru færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum. Gengi bréfa í félaginu féll um tæp 30% á síðasta ári. Bréf Össurar lækkaði um 8,87% og Atlantic Airways um 8,62%.

Fram kemur í samantekt VÍB, dótturfélags Íslandsbanka, um hlutabréfamarkaðinn á nýliðnu ári, að heildarveltan hafi numið 59 milljörðum króna samanborið við 24 milljarða í hittifyrra.

Mest var veltan með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar, upp á 17 milljarða króna.