Gengi hlutabréfa deCODE genetics hélt áfram að lækka í gær en þá lækkuðu bréf félgsins um 7.77% og enduðu í 3,80 dollurum á hlut. Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman greindi frá því á föstudag að hann hefði lækkað verðmat sitt á deCODE úr 4 dolurum á hlut í 3.

Ástæðan er sögð vera óvissa um framvindu hjartalyfsins DG031.Gengi bréfa deCODE lækkaði um 3,06% á Nasdaq markaðinum á mánudaginn, fyrsta deginum eftir að nýtt verðmat lá fyrir og endaði í 4,12. Helstu stjórnendur deCODE eru nú staddir í San Fransisco í Bandaríkjunum en á morgun munu þeir kynna stöðu mála í rannsóknum fyrirtækisins á heilsuráðstefnu JP Morgan bankans.