Í sama mund og Facebook undbýr ráðstefnu sína um forritun heldur hlutabréfaverð þeirra áfram að hækka. Hlutabréfin slóu öll met í síðustu viku en í dag hækkuðu þau enn meira eða um 1,44% og er verðið nú um 85,66 dollara á hlut. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Facebook hefur verið tíður gestur í fréttum upp á síðkastið þar sem þeir halda áfram að stækka á auglýsingamarkaði. Einnig kynntu þeir ýmsar nýjungar til leiks líkt og að nú er hægt að senda vinum sínum peninga í gegnum snjallforritið Messenger.

Samkvæmt gögnum Bloomberg, er meðal verðmat á hlutabréfunum 91,81 dollarar á hlut og ráðleggja 84,2% greiningaraðila með kaupum í félaginu.