Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,40% í viðskiptum dagsins. Velta með hlutabréf nam 714.854.635 krónum og fjöldi viðskipta var 52. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,25% í 47 viðskiptum, sem veltu 7.433.905.615 krónum.

Mest lækkun var með bréf í N1, en þau lækkuðu um 1,95%. Velta með bréfin nam 42.689.389 krónum í tveimur viðskiptum. Bréf Haga lækkuðu einnig í verði, eða um 1,18%. Velta með bréfin nam 15.852.124 krónum í fjórum viðskiptum.

Gengi á bréfum VÍS hækkaði um 0,58% í einum viðskiptum sem námu 1.720.000 krónum. Næst mest hækkun var með bréf Eikar, sem hækkuðu um 0,54%. Mest velta var með bréfin, en 259.181.375 krónur skiptu um hendur.