Gengi hlutabréfa Glitnis hefur hækkað um 1,8% það sem af er degi í kjölfar methagnaðar á öðrum ársfjórðungi, en bankinn birti sex mánaða uppgjör sitt í dag.

Hagnaður bankans eftir skatta á öðrum fjórðungi nam ellefum milljörðum króna, samanborið við 9,1 milljarða á fyrsta fjórðungi, en hagnaður Kaupþings og Landsbankans dróst saman á milli fjórðunga. Kaupþing og Landsbankinn birtu sex mánaða uppgjör í síðustu viku.

Gengi hlutabréfa Kaupþings banka hefur staðið í stað í dag, en hefur lækkað um 5,9% frá áramótum. Gengi hlutabréfa Landsbankans hefur lækkað um 1% í dag og 19% frá áramótum. Gengi hlutabréfa Glitnis hefur lækkað um 1,7% frá áramótum