Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 2,92% í 296 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Fyrirtækið hagnaðist um 837 milljónir króna í fyrra, sem var bæði meira en félagið hagnaðist um í fyrra og umfram væntingar. Gengi hlutabréfanna hefur aldrei verið hærra en nú. Það endaði í 31,7 krónum á hlut.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa TM, Vodafone og Eimskips um 0,19% og Icelandair Group um 0,15%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,8% og VÍS um 0,2%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% og stóð í 1.124 stigum við lok dags. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 620 milljónum króna.