Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 1,38% í viðskiptum upp á tæpar 68 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa í féalginu endaði í 18,4 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Þá hækkaði gengi bréfa færeyska bankans BankNordik um 0,65%, stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,5% og flugrekstrarfélagsins Icelandair Group um 0,49%. Gengi bréfa Icelandair Group endaði í 6,13 krónum á hlut í dag og hefur það ekki verið hærra í rúm þrjú ár og aldrei síðan fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins lauk.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35% og endaði vísitalan í 1.037 stigum.

Nasdaq - Hagar
Nasdaq - Hagar
© BIG (VB MYND/BIG)
Finnur Árnason, forstjóri Haga, við skráningu félagsins á hlutabréfamarkað um miðjan desember í fyrra.