Gengi hlutabréfa Haga hefur lækkað um 0,59% það sem af er dags. Þetta er fyrsta lækkunin í upphafi dags eftir að félagið var skráð á markað á föstudag í síðustu viku.

Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað um rétt tæp 25% frá hlutafjárútboði í aðdraganda skráningar félagsins á markað. Gengið stendur nú í 16,85 krónum á hlut en fór yfir 17 krónur til skamms tíma í gær.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,12% frá upphafi viðskiptadagsins og stendur hún í 916,67 stigum.

Gengi hlutabréfa Össurar hefur hækkað um 1,25% og bréf Marel um 0,4%. Á sama tíma hefur gengi bréfa Icelandair Group lækkað um 0,97%.