Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 3,24% í rúmlega 150 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag og endaði gengi hlutabréfa félagsins í 7,02 krónum á hlut. Það hefur ekki verið hærra síðan félagið fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,99%, gengi bréfa Haga-samstæðunnar lækkaði um 0,27% og fasteignafélagsins Regins um 0,12%.

Þessi þróun á hlutabréfamarkaði í dag skilaði því að Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega, fór niður um 0,02% og endaði í 1.013 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 169,5 milljónum króna.