Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 1,83% í tæplega 68,5 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var bæði mesta veltan og mesta gengishækkunin. Gengi bréfanna endaði í 5,55 krónum á hlut, sem er nálægt efstu hæðum eftir fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Hæst náði gengi bréfanna í 5,84 krónum á hlut í byrjun nóvember í fyrra. Á þessum degi fyrir þremur árum stóð gengið í rúmum 13 krónum á hlut.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 0,53% í dag.

Gengi hlutabréfa lækkaði hins vegar um 1,47% og gengi bréfa Marel um 0,72%.

Sömu sögu er að segja um Úrvalsvísitöluna. Hún lækkaði um 0,24% og endaði í 966,26 stigum.