Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á mörkuðum í Asíu í nótt eftir að kínverskum ráðamönnum tókst ekki að teikna upp leiðir sem komi hagkerfinu ósködduðu í gegnum næstu misseri nú þegar hægir á hjólum efnahagslífins þar í landi. Þá bætir ekki úr skák að hætt er við að bankastjórn indverska seðlabankans grípi í taumana til að draga úr verðbólgu og hækki stýrivexti frekar.

Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,4%, Hagn Seng-vísitalan í Hong Kong fór niður um 1,3% og voru fleiri vísitölur á svipuðu róli.

Þróunin er svipuð á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag og á þeim asísku í nótt en helstu hlutabréfavísitölur á meginlandi Evrópu hafa leitað niður á við, svo sem í Bretlandi, Frakklandi og í Þýskalandi.