Gengi hlutabréfa Marel hefur hækkað um 1,9% í Kauphöllinni í dag. Talsverð velta hefur verið með hlutabréf félagsins eða upp á 356 milljónir króna. Gengi bréfa Marel hefur lækkað nokkuð síðan um áramót. Þá stóð það í 133 krónum á hlut. Það stóð við lokun markaðar á föstudag í 105 krónum á hlut og hefur það fallið um 20% síðan þá.

Hækkun á gengi bréfa Marel er sú mesta í Kauphöllinni í dag.

Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar hækkað um 1,45%, Vodafone um 1,14% og Regins um 0,94%. Þá hefur gengi bréfa VÍS hækkað um 0,88%, N1 um 0,6%, Icelandair Group um 0,56% og HB Granda jafn mikið og Haga um 0,45%. Þá hefur gengi bréfa Eimskips hækkað um 0,22% í dag.

Gengi hlutabréfa TM hefur hins vegar fallið um 2,26% það sem af er degi og gengi bréfa Sjóvár farið niður um 0,7%.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,6% og stendur hún í 1.167 stigum.