Sérfræðingar spá því að væntanlegur kaupandi að króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva þurfi að greiða um 850-900 króatískar kúnur á hlut til þess að tryggja sér fyrirtækið, samkvæmt könnun króatísku fréttastofunnar SeeNews.

Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hafa gert kauptilboð í Pliva, en tilboð Actavis hljóðar upp á 723 kúnur á hlut og tilboð Barr nemur 743 kúnum á hlut. Kauptilboðin samsvara um 170 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Pliva náði methæðum um miðjan dag í gær í 850 kúnum á hlut og hefur það hækkað um 61% frá því í mars, þegar Actavis gerði fyrstu tilraun til að kaupa fyrirtækið og bauð 570 kúnur á hlut.