Gengi hlutabréfa Marel lækkaði um 0,95% í rúmlega 51,5 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Svipaða sögu var að segja um gengi hlutabréfa Icelandair Group, sem lækkaði um 0,37% í 28 milljóna króna viðskiptum.

Á móti hækkaði gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins um 1,42% og Haga-samstæðunnar um 1,1%. Slétt vika er í dag síðan hlutabréf Regins voru skráð í Kauphöllina. Gengi þeirra stóð í 8,2 krónum á hlut í útboði fyrir skráninguna og hefur það þessu samkvæmt hækkað um rúm 4,7% síðan þá.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,35% og endaði hún í 1.063 stigum.

Hagar og Regin eru nýjustu félögin sem skráð voru á markað. Bréf Haga voru skráð um miðjan desember í fyrra. Slétt vika er í dag síðan hlutabréf Regins voru skráð í Kauphöllina. Gengi þeirra stóð í 8,2 krónum á hlut í útboði fyrir skráninguna og hefur það þessu samkvæmt hækkað um rúm 4,7% síðan þá. Úrvalsvísitalan hefur á sama tíma hækkað rétt um 0,5%.