Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Mest er lækkunin á gengi hlutabréfa Marel. Það hefur lækkað um 0,93% og stendur nú í 159,5 krónum á hlut. Þá hefur gengi bréfa Haga lækkað um 0,8% frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni. Ekki eru mikil viðskipti sem stýra gengislækkun Haga, einungis ein milljóna króna samanborið við 96 milljón króna viðskipti á bak við Marel.

Þá hefur gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkað um 0,31%.

Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði hér.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,56% og stendur hún í 1.068 stigum. Lækkunin er í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðustu daga og fór fyrir stuttu yfir 1.090 stiga múrinn. Vísitalan hefur ekki verið lægri í mánuðinum.