Gengi bréfa í Ambac féll um 65% og MBIA um 38% í kjölfar þess að Moody’s og S&P lýstu því yfir á miðvikudag að þau hygðust endurmeta lánshæfismat félaganna. Bæði félögin hafa glatað meira en 8 milljörðum Bandaríkjadala af markaðsvirði sínu frá ársbyrjun 2007.  Góð lánshæfiseinkunn er grundvöllur fyrir starfsemi þeirra. Ef að þau glata AAA einkunn sinni kann það leiða til endurmats á verðlagningu útistandandi skulda að verðmæti allt 3 billjónum Bandaríkjadala, en það er heildarupphæð allrar þeirrar skuldar sem geirinn tryggir, að sögn Dow Jones fréttaveitunnar. Bloomberg telur að slík atburðarrás kynni að leiða til þess að 200 milljarðar töpuðust. Skuldatryggingafélög tryggja skuldabréf annarra fyrirtækja með verra lánshæfismat og eins og David Roche, sem er forseti Independent Strategy sem ráðgjafafyrirtæki í London, benti á breska blaðinu Financial Times í vikunni þá gerir sú trygging að verkum verri skuld fær hæstu einkunn. Roche bendir ennfremur á að forsenda þess að slík keðja geti haldist sé sú að skuldatryggingafélögin haldi hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn. Ennfremur leiðir hann líkum því að vandræðagangur slíkra félaga verði til þess að lausafjárkrísan dýpki enn frekar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .