Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25% í 4,4 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag, en vísitalan hefur hækkað um 4,1% á árinu. Stór hluti veltunnar í dag má rekja til 1,9 milljarða króna veltu með bréf í Icelandair.

Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 3,85% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 2,03 krónum á hlut. Gengið hefur ekki verið hærra í rúmlega fimm mánuði, eða síðan 19. ágúst í fyrra. Þannig hefur gengi bréfa flugfélagsins hækkað um 26% á árinu.

Skel fjárfestingafélag hækkaði um 2,6% í 70 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Iceland Seafood um 1,5% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 6,6 krónum.

11 félög á aðalmarkaði lækkuðu í viðskiptum dagsins. Sýn lækkaði mest allra, um 2,5% í 60 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Alvotech, verðmætasta félag Kauphallarinnar, um 0,3% í 150 milljón króna viðskiptum.

Á First North markaðnum var mikið um lækkanir í viðskiptum dagsins. Play lækkaði um 0,4% og Hampiðjan um 2,3%. Þá lækkaði málmleitarfélagið Amaroq Minerals um 1,2%.