*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 10. nóvember 2011 17:06

Gengi Icelandair Group hrapar um 12% á einni viku

Virði hlutabréfa í Icelandair Group hefur lækkað talsvert síðan Framtakssjóðurinn seldir 10% hlut í félaginu fyrir 2,7 milljarða.

Ritstjórn
Ekki er ljóst hvort þessi vél Loftleidir Icelandic er á leið í loftið eða nýkomin inn til lendingar.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 2,46% í Kauphöllinni í dag og endaði gengi bréfanna í 5,15 krónum á hlut. Gengið rauk upp í 5,84 krónur á hlut 2. nóvember síðastliðinn og hafði þá ekki verið hærra síðan í mars árið 2009.

Gengislækkunin frá hæsta punkti í síðustu viku og nú er 11,8%. Til samanburðar seldi Framtakssjóður Íslands 10% hlut í félaginu í vikunni fyrir 2,7 milljarða króna á genginu 5,42 krónur á hlut. Gengið nú er 5% lægra en þá.

Af öðrum félögum í Kauphöllinni þá lækkaði gengi bréfa Marel um 0,83% og gengi bréfa Össurar um 0,51%.

Nærri öll viðskiptin voru með hlutabréf Icelandair Group og Marel, fyrir 33,8 milljónir króna af 34,2 milljónum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og endaði í 890,2 stigum.