Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi, OMXI10, lækkaði um 0,76% á nýloknum viðskiptadegi. 1,53% lækkun hlutabréfa í Marel hefur líklegast haft mest um það að segja en velta viðskipta með bréf félagsins nam 144 milljónum króna. Þá lækkuðu bréf Icelandair um 3,19% í 5 milljóna króna veltu og stendur gengi bréfanna nú í 0,91 krónu á hlut. Heildarvelta viðskipta í dag nam 1,2 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Origo hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,47% í 5 milljóna króna veltu og stendur gengi bréfa félagsins í kjölfarið í 34,5 krónum á hlut. Fast á hæla Origo fylgdi Eimskip en gengi bréfa félagsins hækkaði um 1,34% þó í aðeins 57 þúsund króna veltu. Í kjölfarið stendur gengi bréfa Eimskipafélagsins í 188,5 krónum á hlut.