Fjárfestar víða um heim hafa sýnt flugfélögum aukinn fjárfesta í vikunni, sem margir rekja til minni áhyggjum af efnahagslegum áhrifum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sömu sögu má segja um Icelandair en hlutabréfverð flugfélagsins hefur hækkað um 10,4% og endaði daginn í 2,01 krónum á hlut eftir að hafa farið hæst upp í 2,04 krónur í viðskiptum dagsins. Velta með bréf Icelandair nam 965 milljónum í dag.

Gengi Icelandair hefur nú meira en tvöfaldast frá því í hlutafjárútboði flugfélagsins í september 2020 en yfir níu þúsund áskriftir bárust í útboðinu. Flugfélagið birti flutningatölur eftir lokun Kauphallarinnar í gær en þar kom fram að farþegar í millilandaflugi voru 149 talsins og sætanýting 71% í desember. Þá tilkynnti Icelandair í dag um ráðningu Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur og Rakelar Óttarsdóttur í framkvæmdastjórn félagsins.

Það var þó Skeljungur sem hækkaði mest meðal félaga Kauphallarinnar en olíufyrirtækið hækkað um tæplega tvö prósent í 371 milljón króna viðskiptum. Í gær fóru fram 2,8 milljarða viðskipti með 10% hlut í félaginu en lífeyrissjóðirnir Gildi og Birta seldu stóra hluti. Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital og í morgun barst tilkynning um að Guðni Rafn Eiríksson, eigandi Skakkaturns ehf., umboðsaðila Apple á Íslandi, hefði keypt 5% hlut í fyrirtækinu fyrir tæplega 1,4 milljarða.

Gengi fjarskiptafélagsins Sýnar heldur áfram að hækka og náði 67 krónum á hlut eftir 1,5% hækkun í dag. Hlutabréfaverð Sýnar hefur hækkað um 75% á einu ári. Félagið tilkynnti eftir lokun Kauphallarinnar í dag um að það hefði greitt upp langtímalán fyrir tæplega 2 milljarða króna og hygðist ráðast í endurkaup fyrir allt að 2 milljarða.

Fasteignafélagið Reitir lækkaði mest af öllum félögum eða um 1,2% í 107 milljóna viðskiptum. Mesta veltan var með hlutabréf Arion sem lækkuðu um 0,8% í 1,2 milljarða viðskiptum.