*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 7. maí 2020 16:34

Gengi Icelandair lækkaði um 5,39%

Gengi bréfa flugfélagsins lækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Origo og TM hækkuðu mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

OMXI10 vísitala Kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,35% í viðskiptum dagsins og stendur í kjölfarið í 1.810,19 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 1,5 milljörðum króna.

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 5,39% í 21 milljón króna veltu og nemur verð hvers hlutar í félaginu nú 1,58 krónu. Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu rær félagið nú lífróður vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á farþegaflutninga á heimsvísu. Stefnir félagið m.a. á 30 milljarða hlutafjáraukningu í júní til að tryggja fjárhagsstöðu sína.

Gengi hlutabréfa Origo hækkaði mest í viðskiptum dagsins, um 3,76% í 195 milljóna króna veltu. Gengi bréfa tryggingafélagsins TM hækkaði næst mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,80% í 88 milljóna króna veltu.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair TM Nasdaq Origo