Meirihluti viðskipta á nýloknum viðskiptadegi í Kauphöll Nasdaq á Íslandi var með bréf Arion banka, en heildarvelta viðskipta með bréf bankans nam 3,1 milljarði króna. Gengi hlutabréfa bankans lækkaði um 0,21% í viðskiptum dagsins.

Heildarvelta viðskipta dagsins í kauphöllinni nam 5,3 milljörðum króna og hækkaði gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar um 0,56% og stendur nú í 2.874,44 stigum.

Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins, um 3,16% í 72 milljóna króna veltu. Næst mest lækkaði gengi bréfa Eimskips, eða um 1,37% í 290 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa sjávarútvegsfélagsins Iceland Seafood hækkaði mest, eða um 2,33% í 365 milljóna króna veltu. Næst mest hækkaði gengi hlutabréfa VÍS, um 1,31% í 131 milljón króna veltu.